Klifur
Klifur á Smiðjuloftinu
Smiðjuloftið rekur klifuraðstöðu fyrir þá sem vilja klifra sér til gamans og þá sem vilja æfa klifur.
Grjótglímuhellir & línuveggur
Um er að ræða grjótglímuhellir sem skiptist í miserfiða og hallandi veggi, tengdir saman með þaki. Einnig er tæplega átta metra hár línuklifurveggur þar sem klifrar geta æft línuklifur, ýmist í ofanvaði eða í leiðslu.
Línuklifur fer einungis fram með samþykki starfsmanns Smiðjuloftsins.
Klifurfélag ÍA
Klifurfélag ÍA er aðili að Íþróttabandalagi Akraness og hefur aðstöðu á Smiðjuloftinu Æfingar félagsins fara fram á auglýstum æfingatímum og skráning á æfingar félagsins fara fram gegnum iðkendavef Íþróttabandalags Akraness.
Athugið að klifrarar eru á eigin ábyrgð á Smiðjuloftinu.