Hópar

Heimsóknir hópa

Heimsóknir hópa

Við tökum glöð á móti hópum af ýmsum stærðum og gerðum. Við getum boðið upp á leiðsögn og kennslu í klifri. Einnig skemmtilega hópeflisleiki, samsöng og tónlistarflutning fyrir hópinn. Á eftri hæðinni okkar eru borð, stólar, einfaldur borðbúnaður og aðstaða til að vera með veitingar.

Hugmyndir að góðri stund á Smiðjuloftinu

Klifur með eða án leiðsagnar

Hópeflisleikir og/eða hreyfing/dans

Tónlistaratriði
– 40 mínútna dagskrá tileinkuð íslenska þjóðlagaarfinum. Dagskráin er í höndum Travel Tunes Iceland sem skipuð er þeim Valgerði og Þórði ásamt dóttur þeirra, Sylvíu.
– Sérsniðin dagskrá með lifandi tónlist sem hentar hópnum. Tónlistarflutningur í höndum Valgerðar og Þórðar.

Hópsöngur með undirleik

Karókí með undirleik

Við leggjum metnað okkar í að setja saman skemmtilega blöndu af orku-upplifun og afþreyingu fyrir hópinn þinn. Hafið samband og segið okkur frá því hvað þið viljið gera á Smiðjuloftinu. Endalausir möguleikar á útfærslum. Tilvalið fyrir t.d. saumaklúbba, vinahópa, fundi, starfsmannaferðir, óvissuferðir, fjölskyldur og alla sem langar að eiga saman góða, gefandi stund.

Dæmi um útfærslur

Móttaka (efri hæð)

Tímalengd: 60 mín
Viðmiðunarverð: 25.000+1000þ á mann eftir 10 pers.

Hópurinn hittist á loftinu. Taka léttar veitingar með sér eða panta frá Sansa. Boðið er upp á tónlistaratriði og/eða hópsöng.

Dæmi: Gamall vinahópur (20 manns) hittist á föstudegi kl. 17. Skáluðu og fengu sér sneið af franskri súkkulaðiköku. Spjall og tónlist úr græjunum. Travel Tunes spiluðu 3 lög og eitt samsöngslag í lokin. Fóru svo út að borða klukkan 18.

Upplifun og afþreying

Tímalengd: 90-120mín
Viðmiðunarverð: 40.000kr+1000kr á mann eftir 10 pers.

Hópurinn hittist á loftinu. Taka léttar veitingar með sér eða panta frá Sansa. Dagskrá:

Léttir leikir og samhristingur 20 mín.
Afþreying: Klifur í salnum, karókí á loftinu. 45-60 mín.
Upplifun: Hlaðborð með léttum veitingum, skálað. Tónlistaratriði og 3 hópsöngslög í lokin. Spjall og notalegheit. 40-55 mín.

Dæmi: Hópur starfsfólks frá Lotunni, Reykjavík, (25 manns) kom til okkar á laugardegi kl. 13. Þau voru í óvissuferð. Við tókum á móti hópnum í salnum og fórum í nokkra hressandi leiki. Þá var í boði að skella sér í klifur eða rölta upp og prófa karókíið. Fljótlega voru litlar pizzur og hamborgarar frá Sansa komin á borðið fyrir þá svengstu. Klukkan rúmlega 14 hittust allir uppi og fengu sér meiri veitingar. Þá var skálað og Travel Tunes Iceland tók nokkur lög. Við enduðum svo á að syngja saman nokkur lög sem allir þekkja. Hópurinn fór svo í rútuna sína um kl. 15 og var á leið í sund.

Hópar í klifur

Tímalengd: 60 mín

1. Kynning á grjótglímu 60 mín (4-10 pax). Innifalið er leiðbeinandi og klifurskór.
Verð: 12 þúsund + 500 krónur á mann eftir 5. þáttakanda

2. Kynning á línuklifri 60 mín (4-5 pax). Innifalið er leiðbeinandi, klifurbelti og klifurskór, línur og annar búnaður.
Verð: 18 þúsund.