Afmæli

Afmæli á Smiðjuloftinu

Afmæli á Smiðjuloftinu

Á Smiðjuloftinu er frábær aðstaða til að halda barnaafmæli. Á neðri hæðinni getur hópurinn skemmt sér í klifursalnum, spreytt sig á veggjunum, hlaupið, hoppað og dansað. Á efri hæðinni er langborð og stólar, eldhúskrókur með diskum, glösum og skeiðum fyrir allt að 25 börn.

Verð fyrir afmæli

12.000 krónur + 500 krónur fyrir hvern gest í allt að 2 klukkustundir.
Innifalið er afnot af húsnæði, diskar, glös og skeiðar.

Verð fyrir afmæli
Afmæliskaka frá Sansa

Afmæliskaka frá Sansa

Við erum í samstarfi við nágranna okkar í Sansa sem geta bakað flotta köku fyrir afmælið. Verð:

Klifurleikir og leiðsögn

Við getum boðið upp á skipulagða leiki og leiðsögn í klifir fyrir gestina. Hafðu samband og kynntu þér málið.

Klifurleikir og leiðsögn
Tónlistaruppákoma í afmælinu

Tónlistaruppákoma í afmælinu

Við getum boðið upp á tónlistaruppákomu í afmælinu. Hafðu samband og við finnum út hvað hentar við fyrir veisluna þína. T.d. afmælissöngur með gítarleik, samsöngur eða tónlistartengdir leikir.

Afmæli - Nauðsynlegt að vita

1.
Bókanir fara fram á netfanginu smidjuloftid@smidjuloftid.is. Staðfestingargjald er 6000 krónur og greiðist innan sólarhrings frá bókun, að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja að húsið verði laust á umbeðnum tíma. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Gengið skal frá endanlegri greiðslu sólarhring fyrir afmælið.

2.
Hámarksfjöldi í hverju afmæli er 25 börn. Verðið er 12.000 krónur + 500 krónur fyrir hvern gest. Gestir teljast allir sem eru í afmælinu utan afmælisbarnið og forráðamenn/syskini þess.

3.
Ábyrgðaraðila ber að kynna sér öryggisreglur Smiðjuloftsins og undirrita skjal sem vottar það. Þar skal einnig skrá fjölda gesta í afmælinu.

4.
Afmælistíminn er tvær klukkustundir. Ábyrgðaraðili hefur kost á að mæta 15 mínútum fyrir umsaminn tíma og hefur 15 mínútur eftir afmælið til að ganga frá.

5.
Ábyrgðaraðili raðar upp borðum og stólum á efri hæð. Eftir afmælið skal viðkomandi sópa/þurrmoppa yfir gólf, þurrka af borðum og stólum. Einnig skal tæma glös og diska og koma fyrir í bala undir leirtau.

6.
Til að minnka rusl eftir afmæli og takmarka plastnotkun er mælst til þess að gestir noti þau glös, diska og skeiðar sem til eru á Smiðjuloftinu.

Eldhúsið
Á Smiðjuloftinu eigum við glös, diska og skeiðar fyrir 25 börn. Skreytingu sem hengd er upp á áberandi stað með nafni afmælisbarnsins. Vatnskönnur, kaffivél, kaffikönnu, 25 kaffibolla.

Minnislisti
Bóka dagsetningu-borga skráningargjald-borga eftirstöðvar-kynna sér reglur-raða upp borðum/stólum-ganga frá efri hæð. GÓÐA SKEMMTUN.