Tónlist

Tónlist á Smiðjuloftinu

Tónlist á Smiðjuloftinu

Á Smiðjuloftinu eru mörg tækifæri til að upplifa tónlist sem hlustandi og þátttakandi. Tónar á ferð-tónlistarnámskeið eiga heima hjá okkur og halda reglulega tónlistarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Travel Tunes Iceland verkefni okkar fjölskyldunnar er stór hluti af starfsemi Smiðjuloftsins og svo erum við óþreytandi við að bjóða upp á skemmtilegar uppákomur tengdar tónlist.

Tónar á ferð - Tónlistarnámskeið

Valgerður hefur haldið úti tónlistarnámskeiðum hér á Akranesi frá árinu 2015. Vinsælasta námskeiðið heitir “Tónlist og hreyfing” og er ætlað 3-5 ára börnum ásam foreldrum.

Tónar á ferð - Tónlistarnámskeið
Travel Tunes Iceland

Travel Tunes Iceland

Vorið 2016 byrjuðum við hjónin, ásamt Sylvíu dóttur okkar, að taka á móti hópum innlendra sem erlendra ferðamanna og kynna fyrir þeim úrval af íslenskum þjóðlögum. Við höfum tekið á móti fjölda hópa og undantekningarlaust eru gestir hugfangnir af tónlistinni og sögunum sem tengjast henni. Við tökum glöð á móti hópum á efri hæð Smiðjuloftsins þar sem útsýni er yfir á Snæfellsnesið og notaleg stemmning. Við erum einnig í samstarfi við Byggðasafnið að Görðum og Akranesvita og tökum gjarnan á móti hópum þar. Heimasíða+facebook+myndband

HeimasíðaFacebook

Tónlistaruppákomur og viðburðir

Við erum dugleg að halda ýmiskonar tónlistartengda viðburði, eins og fjölskyldusöngstundir, karókí fyrir krakka og margt fleira. Fylgist með næstu viðburðum hér og á FB.

Tónlistaruppákomur og viðburðir